Smiðjuvikan 27. – 31. mars var ótrúlega lífleg og skemmtileg. Þetta er í fyrsta sinn sem Tónlistarskóli Árnesinga setur upp námskeiðs-/smiðjuviku sem þessa þar sem allri kennslu er umbreytt, en nemendur sækja í staðinn ýmsar tónlistartengdar smiðjur. Það var skemmtilegur andi í lofti þegar nemendur mættu í smiðjurnar sínar á hinum fjölmörgu kennslustöðum skólans. Boðið var upp á rytmískar smiðjur, sambabönd, söng af ýmsu tagi, gítarpartý, ukulele, Suzukihljómsveit, að oliubera blokkflautur, hljóðsetja kvikmynd, læra um langspil, blús, spuna, orgel, horfa á tónlistarkvikmynd o.fl.
– Hjartans þakkir til allra sem tóku þátt í námskeiðunum og gerðu vikuna svona skemmtilega 😊
/Helga Sighv.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr smiðjum
Gítarpartý Suzuki-hljómsveit Suzuki-hljómsveit Bragðað á blús
Bragðað á blús Sambaband Tónsmíðastofan
Blokkflautur olíubornar Blokkflautur olíubornar Lifandi hljóðmynd Sönglög Björgvins Þ. Valdimarssonar
Tónlistarbíó Popplög Langspil Allt tilbúið fyrir sambaband
Sambaband Spuni Suzuki-hljómsveit
Suzuki-hljómsveit Suzuki-hljómsveit Suzuki-hljómsveit Suzuki-hljómsveit
Ukulele Spuni Blásara-tónsmíðasamspil Blásara-tónsmíðasamspil
Blásara-tónsmíðasamspil Blásara-tónsmíðasamspil Orgel og píanó
Orgel og píanó Orgel og píanó