LÖG GUNNARS ÞÓRÐARSONAR – Tónleikar 19. nóv. í íþróttahúsinu Laugarvatni
19. nóvember 2022 kl 14:00 - 15:00
LÖG GUNNARS ÞÓRÐARSONAR
Tónleikar í íþróttahúsinu Laugarvatni
19. nóvember 2022, kl. 14:00
Tónlistarskóli Árnesinga stendur fyrir stórtónleikum á Laugarvatni, laugard. 19. nóvember, þar sem flutt verða lög Gunnars Þórðarsonar.
Þetta er í þriðja sinn sem skólinn setur upp svo stórt samstarfsverkefni hljóðfæra- og söngdeilda, en árið 2016 var viðfangsefnið Töfraflauta Mozarts og árið 2019 var sett upp Allskynsóperan með tónlist úr ýmsum áttum.
Nú er komið að lögum Gunnars Þórðarsonar sem hafa fylgt íslensku þjóðinni í áratugi, en fram koma söngvarar, píanóleikarar, strengja-, blásara-, gítar-, blokkflautu- og rytmískar hljómsveitir skipaðar bæði nemendum og kennurum. Alls eru flytjendur um 130 talsins. Heyra má lög eins og Þitt fyrsta bros, Vetrarsól, Gaggó Vest og mörg fleiri.
Sunnlendingar eru hvattir til að mæta á skemmtilega tónleika og kynnast gróskumiklu starfi skólans, en aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!