Mjög fjölbreytt tónleikahald í mars

Tónleikahald í mars hefur verið með fjölbreytilegasta sniði. Þar má nefna Nótutónleika, Star-Wars messu, blásarasveitatónleika, miðdeildartónleika og framhaldsdeildartónleika.

Fulltrúi Tónlistarskóla Árnesinga á lokatónleikum Nótunnar í Hörpu 4. mars var Katrín Birna Sigurðardóttir, en hún lék ótrúlega fallega verk eftir Fauré, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.

Sama dag léku nokkrir nemendur skólans í  messu í Selfosskirkju, þar sem öll tónlistin var úr Star-Wars kvikmyndum.

Á miðdeildartónleikum skólans 5. mars og framhaldsdeildartónleikum 7. mars var einstaklega gaman að heyra hve gróskan er mikil í nemendahópnum. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og fjölbreyttir og flutningur nemendanna til fyrirmyndar.

Til hamingju með tónlistaruppskeruna í mars 🙂

2018-08-16T06:42:20+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi