Fjölbreytt tónleikahald í nóvember

Tónleikahald í nóvember hefur verið mjög líflegt og skemmtilegt, þó fresta hafi þurft stærstu viðburðum haustannar eins og strengja- og söngdeildatónleikum.

Fyrstu tónleikar haustsins voru rytmískir deildartónleikar þann 5. nóvember. Svo hafa tekið við hverjir tónleikarnir á fætur öðrum, bæði hausttónleikar kennaranna og deildatónleikar.

Það hefur verið dásamlegt að fá tækifæri til að heyra aftur í nemendunum og sjá hvað kennarar hafa náð góðum árangri með nemendum sínum. Efnisskrár tónleikanna hafa verið mjög fjölbreyttar og nemendur staðið sig afskaplega vel.

Til hamingju bæði nemendur og kennarar!

 

2021-12-01T16:00:02+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi