Skólaárið fer vel af stað og erum við þakklát fyrir að tónleikahald fer líka af stað með eðlilegum hætti að þessu sinni.
Nemendur skólans hafa komið fram við skólasetningar grunnskóla, í útvarpsmessu, á kennaraþingi tónlistarskólakennara, með Ungsveit SÍ í Hörpu o.fl.
Á kennaraþinginu 24. september á Hótel Örk léku þau Guðbergur Davíð Ágústsson á gítar og Eyrún Huld Ingvarsdóttir á fiðlu við píanóundirleik Einars Bjarts Egilssonar.
Á glæsilegum tónleikum með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 26. september léku tveir fiðlunemendur, þær Hildur Tanja Karlsdóttir og Elísabet Anna Dudziak (auk Ingibjargar Ólafsdóttur fyrrverandi fiðlunemanda okkar :)). – Nánari upplýsingar um tónleika Ungsveitarinnar má finna hér: Ungsveitin spilar Sibelius.indd (sinfonia.is)
Nemendur stóðu sig í öllum tilvikum afskaplega vel og voru skólanum til mikils sóma. – Kærar þakkir bæði nemendur og kennarar!