Kennsla frá 4. maí

Það hallar í lok þessa sérstaka vetrar. Ekki er hægt að segja annað en að nemendur, foreldrar og kennarar hafi tekist á við aðstæðurnar af miklum dugnaði og æðruleysi. Framfarir nemenda hafa í raun verið undraverðar þrátt fyrir allt.

Einkatímar, undirleikstímar og tónfræðitímarkennsla hefst á ný á öllum kennslustöðum, samkvæmt stundaskrá.

ATH. Nemendur, foreldrar og kennarar hafa áfram val um fjarkennslu.

 

Hljómsveitaæfingar og samspilstímar falla niður.

 

Umgengnisreglur á kennslustöðum eru í samræmi við tilmæli almannavarna og mikilvægt að slaka ekki á þeim.

– Vandaður handþvottur fyrir hverja kennslustund.

– Sprittun snertiflata milli nemenda.

– 2 metrar milli manna (eldri en 16 ára).

– Umferð foreldra í húsnæði tónlistarskólans er takmörkuð við Suzuki-foreldra sem fylgja börnum sínum í tíma.

– Óviðkomandi er bannaður aðgangur.

– Fjöldamörk: Ekki fleiri en 50 á sama stað.

* Nemendur (og foreldrar) með kvef- eða flensueinkenni eru beðnir um að halda sig heima (það sama á við um kennara). – Fjarkennsla kemur í staðinn ef heilsa leyfir.

 

Skólalok verða með nokkuð breyttu sniði.

– Síðasti kennsludagur er 18. maí skv. skóladagatali (óbreytt).

– Miðað er við að tónfræðipróf eða vorkönnun verði tekin um miðjan mánuð, en nánari upplýsingar fást hjá tónfræðikennurum.

– Engir tónleikar verða haldnir í maí (hvorki vortónleikar né skólaslit).

– Skólaslitavikan (19. – 26. maí) verður lögð undir hjóðfæra- og söngpróf og Suzuki-útskriftir sem út af standa.

– Nemendur sem taka próf, fá vitnisburðarblöð og prófskírteini send í pósti.

– Allir fá skriflegt vormat og verður það aðgengilegt í Foreldragátt í lok maí.

2020-05-06T09:04:03+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi