Helgina 14. og 15. desember tók eldri blokkflautusveit skólans (skipuð 10 blokkflautuleikurum og fjórum slagverksleikurum) þátt í fernum jólatónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Þetta var mikið ævintýri og mjög spennandi verkefni að takast á við. Hópurinn stóð sig afskaplega vel og fékk hann mikið hrós fyrir frammistöðuna, fallegan leik og sviðsframkomu.
Á meðfylgjandi myndum má sjá hópinn á æfingu í Hörpu og í konsertklæðum á tónleikadag.