Tónfræðagreinar eru hluti tónlistarnáms.
* Tónfræðikennslu í 1. stigi fá nemendur í hljóðfæra-/söngtímum. – Námsefni (Nótnaeyjuna) fá nemendur endurgjaldslaust hjá tónlistarskólanum.
* 2. – 3. stig (grunnnám) í tónfræði er tveggja ára nám í hóptímum (1 klst./viku). – Nemendur kaupa námsefni: Ópus 2 og 3 ásamt verkefnabókum.
* 4. – 5. stig (miðnám) í tónfræði er tveggja ára nám í hóptímum (1 – 1,5 klst./viku). – Nemendur kaupa námsefni: Ópus 4 og 5 ásamt verkefnabókum.
* Að afloknu 5. stigi (miðprófi) taka við sérgreinar í hóptímum:
hljómfræði, tónlistarsaga, tónheyrn (1,5 klst./viku hvert fag í 2 ár) og
valgrein (1 klst./viku í 1 ár).
Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla: Stjórnarráðið | Námskrár (stjornarradid.is)
– Tónfræðagreinar: Aðalnámskrá tónlistarskóla : tónfræðagreinar (stjornarradid.is)
– Almennur hluti: Aðalnámskrá tónlistarskóla – almennur hluti (stjornarradid.is)