Deildatónleikaröð Tónlistarskóla Árnesinga

Deildatónleikaröð Tónlistarskóla Árnesinga inniheldur sjö tónleika og standa þeir til 11. nóvember 2019.

Á tónleikunum koma fram allar hljómsveitir og samspilshópar skólans auk margra smærri samleiksatriða og einleikara. Alls má reikna með að um 300 nemendur hafi stigið á svið þegar tónleikaröðinni lýkur.

Blásaradeildartónleikarnir í Sunnulækjarskóla 30. október sl., voru mjög fjölbreyttir eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna.

Sjá má upplýsingar um komandi tónleika hér á heimasíðunni, en aðgangur er öllum opinn og frítt inn. Áhugasömum veitist hér einstakt tækifæri til að fá innsýn í starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga.

                                  

 

2019-11-01T14:05:08+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi