Hljóðfærakynningar í grunnskólum

Kennarar Tónlistarskóla Árnesinga skiptast á að heimsækja alla nemendur í 2. bekk í grunnskólum sýslunnar með hljóðfærakynningar. Hver bekkur fær fimm heimsóknir yfir veturinn þar sem nemendum eru kynntir mismunandi hljóðfæraflokkar. Í hverri kynningu fá nemendur sögubrot, upplýsingar um hvernig hljóðfærin virka, heyra leikin lög, prófa sjálf hljóðfærin – og að auki eru sungin þrjú lög sem fylgja öllum hljóðfærakynningum vetrarins. Í vetur syngja nemendur lögin: Dvel ég í draumahöll, Krummi svaf í klettagjá og Tónlistarskólalagið.

Það er tekið afskaplega vel á móti tónlistarkennurunum þegar þeir mæta í heimsóknirnar og börnin mjög áhugasöm. Verkefnið hefur því verið gefandi fyrir alla sem að því koma.

Í október og fram í nóvember voru eftirtalin hljóðfæri kynnt: Píanó, trommur, gítar og rafgítar.

Í nóvember hefjast kynningar á strokhljóðfærum og svo koma kynningar á blásturshljóðfærum eftir áramót.

Frá hljóðfærakynningu í Hveragerði

(Mynd: Fríða Margrét)

2019-10-30T10:33:31+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi