Nótan 2024.
Þeir stóðu sig vel nemendur okkar sem komu fram á Nótunni (uppskeruhátíð tónlistarskóla á landsvísu) í Salnum í Kópavogi þann 13. apríl.
Hildur Kristín Hermannsdóttir lék eigin útsetningu á Pianoman eftir Billy Joel á píanó – og Valdís Jóna Steinþórsdóttir lék Rondo eftir Saint-Georges á sópranblokkflautu við píanóundirleik Björns Pálma Pálmasonar.
Dömurnar komu fram á þriðju og síðustu tónleikum dagsins og voru skólanum til mikils sóma.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingu og tónleikum.
/Helga Sighv.