Lúðrasveitamaraþon í Hörpu

Sunnudaginn 17. nóvember tóku eldri blásarasveitir Tónlistarskóla Árnesinga á Selfossi og í Þorlákshöfn, þátt í lúðrasveitamaraþoni í Silfurbergi í Hörpu. Fram komu skólalúðrasveitir af öllu landinu og léku frá kl. 11 – 18. Blásarasveitirnar okkar fluttu sameiginlega efnisskrá og gaman að sjá sveitirnar sameinaðar í þessu skemmtilega verkefni. Frammistaðan var til fyrirmyndar eins og vænta mátti.

 

2019-11-18T09:27:24+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi