Ulle Hahndorf

Selló / Suzukiselló / píanó

Ulle Hahndorf

Ulle er fædd í Tartu í Eistlandi. Hún stundaði nám í sellóleik við Tónlistarháskólann í Tallin, þaðan sem hún lauk mastersprófi í sellóleik 1982 og framhaldspróf í Tónlistarháskólanum Gnessin í Moskvu. Árið 2008 lauk hún 1. stigs Suzukikennaraprófi á fiðlu.

Ulle spilaði með hljómsveit eistnesku Þjóðaróperunnar í Tallin frá 1980 - 1995. Frá 1995 - 2004 spilaði hún í eistnesku Ríkissinfóníuhljómsveitinni. Hún hefur einnig spilað með kammersveitum í Eistlandi og ferðast með óperunni, hljómsveitinni og kammersveitum víðar um Evrópu auk Ameríku. Frá því Ülle kom til Íslands hefur hún leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, komið fram sem einleikari og í kammerhópum.

Ulle hefur kennt á selló síðan árið 1980. Haustið 2004 hóf hún störf við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar, en starfar nú við Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarskóla Rangæinga.

Netfang: