Stefán I. Þórhallsson

Slagverk

Stefán I. Þórhallsson

Stefán Ingimar Þórhallsson hóf slagverksnám við Tónlistarskóla Árnesinga hjá Árna Áskelssyni árið 1991. Eftir þriggja ára nám lá leiðin í Nýja Músíkskólann þar sem hann nam trommusettsleik hjá Ásgeiri Óskarssyni Stuðmanni. Hann stundaði slagverksnám við Tónlistarskóla FÍH frá 1995–1998 undir handleiðslu Steef van Oosterhout og Matthíasar Hemstock auk þess að ljúka námi í tónfræði, hljómfræði og jazz- og rokksögu. Stefán útskrifaðist með B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 2001. Framhaldsprófinu í trommusettsleik lauk hann svo frá Tónlistarskóla Árnesinga 2014 þar sem hann naut leiðsagnar Matthíasar Hemstock og Einars Scheving.

Stefán hefur kennt við Tónlistarskóla Árnesinga frá árinu 1998 og Tónlistarskóla Rangæinga frá 2008. Hann hefur spilað með ballhljómsveitum í rúma tvo áratugi, fyrst með Sólstrandargæjunum og síðan með hljómsveitinni Á móti sól. Einnig hefur hann leikið með Djassbandi Suðurlands frá stofnun þess árið 2005 auk fjölda annarra tónlistarverkefna á Suðurlandi.

Netfang: