Róbert A. Darling

Skólastjóri

Róbert A. Darling

Róbert Darling fæddist í London árið 1955. Sem barn lærði hann bæði á píanó og horn hjá John Ridgeon og lék í Lúðrasveit æskunnar í Bretlandi, National Youth Brass Band of Great Britain. Hann stundaði háskólanám í University of Reading og lauk kennaraprófi frá College of St. Mark and St. John, Exeter University. Hann kenndi og stjórnaði í Englandi í fimm ár áður en hann flutti til Íslands árið 1983. Róbert hefur starfað sem píanó- og blásturskennari við Tónlistarskóla Árnesinga síðan hann flutti til landsins og var ráðinn skólastjóri í ágúst árið 2000. Hann hefur stjórnað ýmsum kórum og lúðrasveitum þennan tíma, var einn af stofnendum Lúðrasveitar Þorlákshafnar árið 1984 og hefur verið aðalstjórnandi hennar frá upphafi.

Netfang: