Miklós Dalmay

Píanó

Miklós Dalmay

Miklós Dalmay nam píanóleik við Bartók Konservatorium og Franz Liszt Academy of Music í Budapest og lauk einleikaraprófi 1987.Hann stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi 1989-1991 og var þar einnig aðstoðarkennari Lászlo Simon. Sænska útvarpið hefur gert allmargar hljóðritanir með leik hans og einnig hefur hann komið fram sem einleikari með sænsku útvarpshljómsveitinni. Þá hefur hann tekið þátt í að kynna nútímatónlist sem einleikari í Maros Ensemble.

Hann hlaut einleikaraverðlaun Konunglegu sænsku listaakademíunnar.

Að loknu diplomprófi starfaði hann í Ungverjalandi við tónlistarflutning og kennslu og tók þátt í að stofna Dalmay-stofnunina sem kynnir kammertónlist með fjölbreyttu tónleikahaldi í Ungverjalandi.

Miklós hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir píanóleik á alþjóðlegum vettvangi m.a. The European Piano Competition 1992. Hann hefur einnig haldið tónleika víðs vegar um Evrópu, Bandaríkin og Kanada og hljóðritað geisladisk með píanóverkum Beethovens.

Árið 1994 flutti Miklós til Íslands ásamt fjölskyldu sinni og býr að Flúðum í Árnessýslu. Auk tónlistarkennslu við Tónlistarskóla Árnesinga hefur hann haldið fjölda tónleika með einleiks- og kammertónlist.

Hann bar sigur úr býtum í Tónvakanum, tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins, árið 1996. Hann hefur komið fram sem einleikari með mörgum helstu hljómsveitum heimalands síns og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Miklós er meðlimur í Kammerhóp Salarins í Kópavogi sem stofnaður var haustið 2001.

Netfang: