Loftur Erlingsson

Píanó / söngur / tónfræði

Loftur Erlingsson

Loftur Erlingsson er fæddur 1968 og uppalinn í Gnúpverjahreppi. Á barnsaldri lærði hann á píanó hjá Lofti S. Loftssyni í Tónlistarskóla Árnesinga og síðar hjá Miklosi Dalmay. Söngnám stundaði hann við Söngskólann í Reykjavík hjá Ásrúnu Davíðsdóttur og Guðmundi Jónssyni. Árið 1992 hlaut hann námsstyrk til að nema söng við The Royal Northern College of Music í Manchester og þaðan lá leiðin í The National Opera Studio í London, hvar hann naut meðal annars leiðsagnar Sherrill Milnes og Richard Van Allen.

Loftur hefur sungið nokkur einsöngshlutverk í kirkjulegum verkum hér heima og erlendis, og meðal óperuhlutverka hans má nefna Marcello í La Bohéme, Kalmann í Tunglskinseyjunni eftir Atla Heimi Sveinsson, sem var frumsýnd í Peking í mars 1997, Þulinn í Töfraflautunni, Marullo í Rigoletto, Prins Yamadori í Madama Butterfly, Andann í Galdra-Lofti, Guglielmo í Cosi fan tutte, Belcore í Ástardrykknum og Falke í Leðurblökunni.

Netfang: