Jóhann I. Stefánsson

Aðstoðarskólastjóri / deildarstjóri blásaradeildar / málmblástur

Jóhann I. Stefánsson

Jóhann Ingvi Stefánsson er fæddur og uppalinn á Selfossi. Hann hóf nám í trompetleik um 11 ára aldur hjá Ásgeiri Sigurðssyni og síðar hjá Björgvini Þ. Valdimarssyni. Jóhann útskrifaðist úr blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1992. Aðalkennari hans þar var Ásgeir H. Steingrímsson.
 
Jóhann hefur frá því hann lauk námi starfað við kennslu og hljóðfæraleik. Hann hefur kennt við ýmsa tónlistarskóla auk Tónlistarskóla Árnesinga t.d. Tónlistarskóla Garðabæjar, Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Skólahljómsveit Kópavogs.
 
Jóhann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og kammerhópum. Má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperuna, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Stórsveit Reykjavíkur, Caput hópinn o.fl. Jóhann kemur reglulega fram við ýmis tækifæri.
 
Jóhann hefur starfað við Tónlistarskóla Árnesinga meira og minna frá árinu 1988, hefur verið deildarstjóri blásaradeildar frá 2002 og tók við sem aðstoðarskólastjóri 1. janúar 2018.

Netfang: