Hjörtur B. Hjartarson

Tréblástur / gítar / píanó

Hjörtur B. Hjartarson

Hjörtur ólst upp í Borgarfirði vestri. Hann lærði á klarínettu, fyrst hjá Ásgeiri Sigurðssyni og síðar hjá Óskari Ingólfssyni og Einari Jóhannessyni og einnig á píanó hjá Einari Markússyni. Hjörtur hefur sótt fjölda námskeiða, innanlands og utan, m.a. hjá Giora Feidman klarínettuleikara, og Robin Nolan gítarleikara. Ennfremur Klezfest í London þar sem kenna margir fremstu klezmerflytjendur heims.
Hjörtur hefur tekið þátt í fjölda leiksýninga, sem hljóðfæraleikari, útsetjari og tónlistarstjóri. Þá hefur hann leikið með Píslarbandi Megasar, klezmersveitinni Kol Isha, Gifsunum og Spöðum.

Netfang: