Ester Ólafsdóttir

Píanó / Suzukipíanó / undirleikur

Ester Ólafsdóttir

Ester Ólafsdóttir lauk 7. stigi í píanóleik frá Tónlistarskóla Keflavíkur og B. Mus. Education í píanókennslu frá Andrews University í Michigan 1985 og M.A. í tónlist frá sama skóla árið 1986 með aðal áherslu á píanó-og orgelleik. Árið 1991 lauk hún Diplome de capacité professionnelle d´orgue (orgelgráða) frá Conservatoire Superieur í Genf í Sviss og nam á sama tíma tónlistarfræði við Háskólann í Genf.  Ester starfaði um tíma sem skólastjóri Tónlistarskólans í Sandgerði. Hún hefur einnig starfað sem píanókennari, suzuki píanókennari, undirleikari hjá einleikurum, söngvurum, kórum og organisti og kórstjóri í Bandaríkjunum, Sviss og á Íslandi. Ester er löggiltur grunnskóla- og framhaldsskólakennari.

Netfang: