Helga Sighvatsdóttir

Skólastjóri / blokkflauta

Helga Sighvatsdóttir

Helga Sighvatsdóttir er fædd í Hafnarfirði árið 1962 og ólst upp í Biskupstungum. Hún hóf tónlistarnám hjá Lofti S. Loftssyni 10 ára gömul og lærði hjá honum á píanó og blokkflautu. Þá sótti hún einnig blokkflaututíma hjá Sigríði Pálmadóttur í Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Árið 1980 hóf hún nám í Blokkflautudeild Tónlistarskólans í Reykjavík hjá Camillu Söderberg og lauk blokkflautukennaraprófi þaðan vorið 1986. 
 
Helga hefur starfað sem blokkflautukennari við ýmsa skóla frá 1983 s.s. Tónlistarskóla Seltjarnarness, Tónlistarskóla Garðabæjar, Kennaraháskóla Íslands, Tónlistarskólann á Húsavík og loks Tónmenntaskóla Reykjavíkur til 1999. Hún hefur kennt við Tónlistarskóla Árnesinga frá 1995, var ráðin aðstoðarskólastjóri í ágúst árið 2000 og tók við sem skólastjóri 1. janúar 2018.

Netfang: