Suzuki-námskeið í Bryanston í sumar - kökubasar í Krónunni

27/02/2018

Hópur nemenda skólans stefnir á námskeið í Bryanston á Englandi í lok sumars þar sem haldin eru Suzuki-námskeið árlega.  Í fjáröflunarskyni var haldinn kökubasar í Krónunni á Selfossi þann 16. febrúar sl.  Hópurinn spilaði á fiðlurnar meðan á basarnum stóð undir stjórn Maríu Weiss fiðlukennara.  Einnig var lukkuhjól á staðnum og hægt var að kaupa snúning á hjólinu og fá í staðinn fallegt lag.  Kökubasarinn gekk vel og vakti mikla lukku meðal viðstaddra. 

| Flokkur: General |