Skemmtilegir gítardeildartónleikar

31/01/2018

Gítardeildartónleikar voru haldnir í sal skólans á Selfossi að kvöldi 30. janúar. Fyrir utan gluggann snjóaði stöðugt allan tímann, en inni hljómuðu ljúfir gítartónar.

Á tónleikunum komu fram allar gítarsveitir skólans, þ.e. Suzukisveitirnar tvær og samspilshópar frá Selfossi, Þorlákshöfn og Hveragerði auk einleikara. 

Flutningur nemendanna var til fyrirmyndar í alla staði og óskum við nemendum og kennurum til hamingju með glæsilega tónleika.


 

| Flokkur: General |