Nýr aðstoðarskólastjóri ráðinn frá 1. janúar 2018

06/12/2017

Nýr aðstoðarskólastjóri hefur verið ráðinn að Tónlistarskóla Árnesinga frá 1. janúar 2018.

Í fundargerð fagráðs frá 4. desember segir: „Ráðning aðstoðarskólastjóra. Tvær umsóknir bárust um stöðuna og voru tekin viðtöl við umsækjendur 29. nóvember sl. Samþykkt samhljóða að ráða Jóhann Stefánsson í stöðu aðstoðarskólastjóra.“

Jóhann I. Stefánsson hefur verið málmblásturskennari við Tónlistarskóla Árnesinga frá árinu 1988 og deildarstjóri blásaradeildar frá 2002 og er því öllum hnútum kunnugur.

Við óskum honum innilega til hamingju og velfarnaðar í starfi.

 

Jóhann I. Stefánsson

Jóhann I. Stefánsson

  

| Flokkur: General |