Menningarhátíðin Regnboginn í Vík

10/10/2017

Um helgina fór fram menningarhátíð Mýrdalshrepps, Regnboginn. Einn af dagskrárliðunum voru tónleikar á Icelandair Hotel í Vík þar sem Katrín Birna Sigurðardóttir, nemandi við Tónlistarskóla Árnessýslu, spilaði á selló ásamt Einari Bjart Egilssyni, píanóleikara. Brian Haroldsson skólastjóri Tónskólans í Vík lék einnig með þeim eitt verk fyrir tvö selló og píanó. 
 
Tónleikarnir voru vel sóttir og tókust mjög vel en verkefni sem þetta er mikil áskorun og þroskandi fyrir unga tónlistarnema.
 
 
/ubö

Katrín Birna

Katrín Birna

  

| Flokkur: General |