Móttaka nýnema

31/08/2017

Foreldrar nýnema. Gott samstarf kennara og foreldra er grunnur að góðu gengi í tónlistarnámi. Af þeim sökum tökum við upp þá nýbreytni í haust að bjóða foreldrum nýnema í hefðbundnu námi (12 ára og yngri) einum í fyrstu kennslustund. Í þessum tíma fá foreldrar mikilvægar upplýsingar um skólann og kennsluna og tækifæri til að kynnast tónlistarkennaranum. 
Í aðra kennslustund mæta foreldrar með barni sínu og þá eru fyrstu tónlistarskrefin stigin. 
Vonumst við til að þessi nýjung efli samband okkar við heimilin enn frekar. 
 
Foreldrar Suzuki-nýnema fylgja sérstakri dagskrá frá upphafi sem Suzukikennarar kynna foreldrum, en að afloknum undirbúningstíma mæta Suzukiforeldrar í allar kennslustundir með barni sínu.
 
Á heimasíðu skólans www.tonar.is, er að finna marga góða punkta varðandi tónlistarnámið t.d. þetta skjal Æfingin skapar meistarann undir hnöppunum Nám Til foreldra.

Frá hljóðfærakynningum vor 2017

Frá hljóðfærakynningum vor 2017

Frá hljóðfærakynningum vor 2017

Frá hljóðfærakynningum vor 2017

Frá hljóðfærakynningum vor 2017

Frá hljóðfærakynningum vor 2017

| Flokkur: General |