Hljóðfærakynningar í 2. bekk í grunnskólum

29/01/2018

Kennarar tónlistarskólans heimsækja mánaðarlega í vetur alla nemendur í 2. bekk grunnskólanna í Árnessýslu og kynna þeim hljóðfærin. Þessar heimsóknir hafa verið mjög skemmtilegar, nemendur mjög áhugasamir og vel tekið á móti gestunum. - Það sem er ekki minnst spennandi er að fá að prófa hljóðfærin.

Í fyrstu heimsókninni lærðu nemendur tvö lög sem fylgja verkefninu út veturinn, þ.e. Hafið bláa hafið og Söngur Tónlistarskólans (nýtt lag eftir Örlyg Benediktsson tónskáld og kennara við skólann). Í næstu heimsóknum kynntust nemendur píanóinu, trommum, gítar, fiðlu og sellói og í janúar/febrúar eru það tréblásturshljóðfærin blokkflauta, þverflauta, klarínetta og saxófónn.

Málmblásturshljóðfærin trompet, kornett, básúna, horn og túba verða kynnt í febrúar/mars og heimsóknum lýkur með upprifjunartímum í mars/apríl.

Á meðfylgjandi myndum má sjá áhugasama nemendur prófa að blása í klarínettumunnstykki hjá Örlygi Ben.

Góður tónn

Góður tónn

Klarínettuleikur

Klarínettuleikur

 

| Flokkur: General |