Heimsóknir Tónlistarskólans á Fossheima og Ljósheima
10/10/2017
Tónlistarskólinn fer mánaðarlega í heimsókn á hjúkrunarheimilin Ljósheima og Fossheima á Selfossi og skipta hljóðfæra- og söngdeildir Tónlistarskólans heimsóknunum á milli sín.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Birgit gítarkennara ásamt nokkrum gítarnemendum skólans á tónleikum í september. Heimsóknir sem þessar eru mjög gefandi, bæði fyrir flytjendur og áheyrendur og voru allir glaðir að leik loknum.
![]() |
![]() |
![]() |
|
Flokkur: General |