Glæsilegir deildatónleikar

27/11/2017

Flestir deildartónleikar tónlistarskólans eru að baki, en á þeim komu fram allir samspilshópar og hljómsveitir skólans, auk smærri samspila, einleikara og einsöngvara. Meira en helmingur nemenda skólans kom fram á tónleikunum. Þessir tónleikar eru alltaf mjög metnaðarfullir og skemmtilegir og einstakt tækifæri til að sjá og heyra þversnið af starfsemi skólans. 
 
Alltaf er briddað upp á einhverjum nýjungum. Á rytmísku deildartónleikunum kom í fyrsta sinn fram Stórsveit Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Jóhanns I. Stefánssonar. Var þessari nýju sveit klappað lof í lófa að leik loknum. 

Stórsveit Tónlistarskóla Árnesinga

Stórsveit Tónlistarskóla Árnesinga

Frá blásaradeildartónleikum í Þorlákshöfn

Frá blásaradeildartónleikum í Þorlákshöfn

Frá blokkflautudeildartónleikum á Selfossi

Frá blokkflautudeildartónleikum á Selfossi

| Flokkur: General |