Fjöldi tónleika að baki - glæsilegur árangur

27/02/2018

Að baki er mikill tónleikamánuður, með sex svæðistónleikum um alla sýslu í tilefni af Degi tónlistarskólanna og svæðistónleikum Nótunnar í Kópavogi.
 
Á svæðistónleikunum hér austan fjalls kom fram um þriðjungur nemenda skólans og ánægjulegt að sjá og heyra hve flutningur nemendanna var vandaður.
 
Þrjú atriði fóru frá Tónlistarskóla Árnesinga, á svæðistónleika Nótunnar í Kópavogi. Það var sönghópur og rytmísk sveit sem leiddu saman hesta sína í Bohemian Rhapsody eftir Qeen, gítarleikararnir  Rúrik Nikolai Bragin og Guðbergur Davíð Ágústsson sem léku Greensleevs ásamt kennara sínum Birgit Myschi og Katrín Birna Sigurðardóttir sem lék Élegia eftir Fauré á selló við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.
 
Gítarleikararnir fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning. Það gerði líka Katrín Birna, en hún var jafnframt valin til að spila á lokatónleikum Nótunnar í Hörpu sem haldnir verða 4. mars.
 
Nemendur, sem komu fram á tónleikum febrúarmánaðar, fá hrós fyrir dugnaðinn og fagmannlega framkomu.

Saxófónleikarar á tónleikum í Þorlákshöfn

Saxófónleikarar á tónleikum í Þorlákshöfn

Klarínettuleikur á Selfossi

Klarínettuleikur á Selfossi

Blokkflautu- og gítarleikur á Selfossi

Blokkflautu- og gítarleikur á Selfossi

Blokkflautu- og gítarleikur á Selfossi

Blokkflautu- og gítarleikur á Selfossi

Sönghópur og rytmísk sveit í Salnum Kópavogi

Sönghópur og rytmísk sveit í Salnum Kópavogi

Gítarleikarar í Salnum Kópavogi

Gítarleikarar í Salnum Kópavogi

Katrín Birna, Einar Bjartur og Ulle

Katrín Birna, Einar Bjartur og Ulle

Arnar Gísli syngur með Hveragerðishljómsveitinni

Arnar Gísli syngur með Hveragerðishljómsveitinni

 

| Flokkur: General |