Þátttakendur í svæðistónleikum Nótunnar 17. febrúar

01/02/2018

22. janúar sl. voru haldnir Valtónleikar Nótunnar innan skólans. Eftirtalin atriði voru valin til þátttöku í svæðistónleikum Nótunnar í Salnum, Kópavogi 17. febrúar:
- Sönghópur og rytmasveit við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.
- Katrín Birna Sigurðardóttir, selló við undirleik Einars Bjarts.
- Rúrik Nikolai Bragin og Guðbergur Davíð Ágústsson, dúett á gítar.
 
Við þökkum öllum þeim nemendum sem fram komu á valtónleikunum fyrir góða frammistöðu og óskum kandídötunum okkar góðs gengis í Salnum.
 
Tónleikar Nótunnar í Salnum verða kl. 11:30 og 13:30 og lokaathöfn verður kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. 

| Flokkur: General |