Æfingaferð strengjasveitar á Hvolsvöll

10/10/2017

Grunnstigs-strengjasveit Tónlistarskólans fór í byrjun október í skemmtilega æfingaferð austur á Hvolsvöll. 
 
Fyrri hluta dags æfði hópurinn í Tónlistarskóla Rangæinga og gæddi sér svo á pizzum frá Björkinni. Eftir það var farið í Lava-setrið þar sem hópurinn spilaði nokkur lög fyrir gesti og gangandi og fékk svo að skoða sýninguna.  Hún vakti ómælda lukku hjá bæði krökkunum og foreldrum, enda er hún mikið sjónarspil og fróðleg og skemmtileg að skoða. 
 
Á leiðinni heim var svo farið í sund á Hellu og þar var svo sannarlega hægt að sletta úr klaufunum. Dagurinn var einstaklega ánægjulegur og þjappaði hópnum saman, jafnt foreldrum sem hljóðfæraleikurunum. 
MAG

| Flokkur: General |