Svæðistónleikar NÓTUNNAR í Salnum í Kópavogi 17. febrúar 2018

17.02.2018

Svæðistónleikar Nótunnar í Salnum Kópavogi 17. febrúar
Svæðistónleikar Nótunnar verða haldnir í Salnum Kópavogi. Á tónleikunum koma fram nemendur úr tónlistarskólum á Suðurlandi, Suðurnesjum og úr "Kraganum". 
 
Frá Tónlistarskóla Árnesinga fara þrjú atriði sem valin voru á sérstökum valtónleikum Nótunnar innan skólans 22. janúar sl. Allir stóðu nemendur sig með mikilli prýði á tónleikunum,en eftirtalin atriði verða fulltrúar okkar í Kópavogi:
- Sönghópur og rytmísk sveit flytur Qeenlagið Bohemian Rhapsody við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.
- Katrín Birna Sigurðardóttir leikur Elegia eftir Fauré á selló við undirleik Einars Bjarts Egilssonar. 
- Rúrik Nikolaí Bragin og Guðbergur Davíð Ágústsson leika saman lagið Greensleeves, á gítar.
 
Við óskum þeim öllum góðs gengis á Nótunni.

| Flokkur: General |