19. og 20. desember - umbreytt kennsla

20.12.2017

Umbreytt kennsla 19. og 20. desember. Síðustu tvo kennsludagana fyrir jólafrí fellum við niður alla hefðbundna kennslu, en í staðinn fara kennarar með nemendur í heimsóknir á hjúkrunarheimili, í leikskóla, leika á litlu jólum grunnskólanna, á fundum, í verslunum o.fl. o.fl. Því miður náum við ekki að fara með alla okkar nemendur svona út í bæ, en kennarar hafa í nógu að snúast. Þetta tónleikahald getur verið hvenær sem er í desember, allt eftir því hvað hentar á stöðunum sem við heimsækjum. 
 
Þessi þáttur í starfsemi skólans hefur vakið mikla gleði hvar sem nemendur hafa komið fram og gaman að geta opnað skólann út í samfélagið með þessum hætti.

| Flokkur: General |