Einingar í FSu til 2012

Tónlistarnám metið í FSu

Fjölbrautaskóli Suðurlands og Tónlistarskóli Árnesinga hafa gert með sér samning um mat á námi úr Tónlistarskólanum inn á námsbrautir Fjölbrautaskólans.

„Um mat á námi í Tónlistarskóla Árnesinga til námseininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands gilda eftirfarandi reglur:

- Að jafnaði er minnsta grunneining til mats Grunnpróf, þ.e. lokapróf grunnnáms, og er það metið til 6 eininga, óháð því hvenær því er lokið. Stundi nemandi samhliða nám í Tónlistarskólanum og Fjölbrautaskólanum getur hann þó fengið 2 eða 4 einingar metnar sbr. áfangalistann í fyrrnefndu fylgiskjali.

- Hafi nemandi lokið u.þ.b. hálfu miðnámi og fengið formlega staðfestingu Tónlistarskólans í því sambandi (sem 4. stigi í HLF) er það metið til 4 eininga í frjálsu vali hjá nemandanum.

- Hafi nemendi lokið Miðprófi, þ.e. lokaprófi miðnáms, er heimilt að meta það til 12 eininga á kjörsviðum bóknámsbrauta en auk þess til allt að 12 eininga til viðbótar í frjálsu vali. Með prófskírteininu lætur Tónlistarskólinn fylgja yfirlit um staðnar námseiningar í tónheyrn og tónlistarsögu eftir því sem við á hverju sinni.

- Hafi nemandi lokið u.þ.b. hálfu framhaldsnámi og fengið formlega staðfestingu Tónlistarskólans í því sambandi (sem 6. stigi í HLF) er það metið til 6 eininga á kjörsviði eða í frjálsu vali hjá nemandanum.“

 

Á eftirfarandi lista má sjá nánar hvernig tónlistarnámið eru metið til eininga í FSu:

Hljóðfæraleikur Hljómfræði Tónheyrn  Tónl.saga
Grunnnám (1. - 3. stig)        
1. stig HLF 102      
2. stig  HLF 202      
Grunnpróf (3. stig) HLF 302      
Miðnám (4. - 5. stig)
Uþb. hálfnað (4. stig) HLF 404      
Miðpróf (5. stig) HLF 504   TÓH 101 TÓS 102
Framhaldsnám (6. - 7. stig)
    HFR 102 TÓH 201  
U.þ.b. hálfnað (6. stig) HLF 606 HFR 202    
    HFR 302 TÓH 301 TÓS 202
Framhaldspróf (7. stig) HLF 706 HFR 402 TÓH 401 TÓS 302