Velkomin á vefsíðu Tónlistarskóla Árnesinga


NÓTU-atriði frá Degi tónlistarskólanna

15/02/2017

Dagur tónlistarskólanna 11. febrúar, var sérlega skemmtilegur í Tónlistarskóla Árnesinga. Fjöldi nemenda kom fram á sjö dásamlegum svæðistónleikum sem dreifðust um alla sýslu. 
* Takk kæru nemendur fyrir frábæra frammistöðu!
 
Eftirtalin atriði voru valin til þátttöku í NÓTUNNI í Salnum í Kópavogi 19. mars:

 

Helga

lesa meira...


Hljóðfærakynningar í 2. bekk í grunnskólum Árnessýslu

13/02/2017

Á vormánuðum leggja kennarar Tónlistarskóla Árnesinga land undir fót og heimsækja alla nemendur í 2. bekk grunnskólanna ellefu í Árnessýslu (15 bekkjardeildir).

Meðfylgnadi myndir voru teknar á hljóðfærakynningum.

Helga

lesa meira...


Fjöldi tónleika á Degi tónlistarskólanna 11. febrúar

06/02/2017

Þann 11. febrúar verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur um allt land. Í tilefni dagsins stendur Tónlistarskóli Árnesinga fyrir sjö tónleikum í Árnessýslu (sjá tímasetningar hér fyrir neðan). Þessir tónleikar eru um leið valtónleikar fyrir Nótuna, uppskeruhátíð tónlistarskólanna.

Í ár fá áheyrendur að taka þátt í vali á því atriði sem þeim þykir skara framúr á tónleikunum, með því að tilnefna tvö atriði. Þau atriði sem fá flest stig fara í pott sem deildarstjórar velja úr fyrir Nótuna.

- Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Milli tónleika á Selfossi (kl. 16 - 17) verða seldar kökur og kaffi í fjáröflunarskini fyrir blokkflautusveit skólans, en hún fer í námsferð til Hollands í júní (ath. enginn posi á staðnum).

Helga

lesa meira...