Velkomin á vefsíðu Tónlistarskóla Árnesinga


Ferð blásarasveitanna til Spánar

12/08/2016

Blásarasveitir skólans sem æfa á Selfossi og Þorlákshöfn fóru í tónleikaferð til Spánar 20. - 27. júní 2016. Áfangastaðurinn var Calella sem er strandbær í nágrenni við Barcelona. 53 manna hópur lagði af stað frá Íslandi þann 20. júní. Rúmlega 40 hjóðfæraleikarar og svo foreldrar og stjórnendurnir, þeir Jóhann Stefánsson og Gestur Áskelsson.
Blásarasveitin kom fram flest kvöldin á tónleikum

 

Helga

lesa meira...


Kennsla hefst 29. ágúst

11/08/2016

Vetrarstarf Tónlistarskóla Árnesinga 2016-2017 er hafið og bjóðum við alla nemendur okkar velkomna til náms.

Kennarar mæta til starfa 22.ágúst, sækja fundi og námskeið og setja saman stundaskrár í samvinnu við nemendur og foreldra.

Einkatímar hefjast 29. ágúst, en allir hópatímar (tónfræði, samspil og hljómsveitir) og undirleikstímar hefjast 5. september.

Helga

lesa meira...


Töfraflautan flutt í Kaldalóni í Hörpu 3. maí

23/05/2016

Nemendur Tónlistarskóla Árnesinga fluttu Töfraflautu Mozarts í Kaldalóni í Hörpu 3. maí sl. 

Var þetta mikið ævintýri fyrir nemendurna 100 sem komu þar fram ásamt pósku gesta-strengjasveitinni. Stóðu nemendurnir sig allir með miklum sóma og voru tónleikarnir einstaklega ánægjulegir.

Takk fyrir frábæra frammistöðu og til hamingju, bæði nemendur og kennarar, með árangurinn :)

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá æfingunni í Kaldalóni.

Helga

lesa meira...